Orkumálinn 2024

Rausnargjöf til Golfklúbbs Norðfjarðar

Samvinnufélag útgerðarmanna í Neskaupstað gaf í fyrrakvöld rúmar sex milljónir króna til uppbyggingar æfingasvæðis við klúbbhús Golfklúbbs Norðfjarðar. Freysteinn Bjarnason, framkvæmdastjóri SÚN, afhenti gjöfina á aðalfundi klúbbsins.

golfklubbur_norfj_elma_g.jpg

Aðalfundur Golfklúbbs Norðfjarðar fyrir árið tvö þúsund og átta var haldinn í skála félagsins á Grænanesvelli á mánudagskvöld. Vel var mætt á fundinn. Segja má að starfsemi klúbbsins hafi verið með hefðbundnum hætti á síðasta ári. Völlurinn kom þó heldur seinna og verr undan vetri en árið áður og var það til þess að leiktíminn var óvenjulega langt fram á haust og talsvert var leikið um jól og áramót.

 

Tekjur síðasta árs námu rúmlega níu milljónum króna og gjöld um sjö milljónir króna. Hagnaður síðasta árs var því um tvær milljónir króna. Fastafjármunir klúbbsins eru rúmlega fjörutíu milljónir króna og skuldir engar.

Formaður félagsins Óskar Sverrisson var endurkjörinn sem og aðrir stjórnarmenn. Samþykkt var að hafa árgjöld óbreytt frá síðasta ári.

 

Á fundinn mætti Freysteinn Bjarnason framkvæmdastjóri Samvinnufélags útgerðarmanna í Neskaupstað og færði klúbbnum að gjöf sex komma þrjár milljónir króna fyrir framkvæmdum fyrir utan virðisaukaskatt, sem nota á í gerð æfingasvæðis vestan við klúbbhúsið. Þar verður gert um þrjú hundruð metra langt og sjötíu metra breitt æfingasvæði og á framkvæmdum við það að ljúka næsta sumar. Það verður fyrirtækið MCC sem vinnur verkið. Þessi höfðinglega gjöf SÚN gerir þetta mögulegt. Fundarmenn fögnuðu vel þessari glæsilegu gjöf og voru sumir jafnvel orðlausir.

   

Texti og mynd:

Elma Guðmundsdóttir

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.