Páll og Heimir taka við Fjarðabyggð
Samkvæmt heimildum Austurgluggans verða Heimir Þorsteinsson og Páll Guðlaugsson kynntir sem nýir þjálfarar Knattspyrnufélags Fjarðabyggðar í dag. Nýr þjálfari og samningar við leikmenn eru efni blaðamannafundar sem félagið hefur boðað til síðdegis.

Páll Guðlaugsson er reyndur þjálfari sem tók við Leikni Fáskrúðsfirði fyrir seinasta sumar. Hann gat sér góðs orðs í Færeyjum þar sem hann fékk silfurmerki íþróttasambands Færeyja fyrir starf sitt fyrir knattspyrnusambandið en hann þjálfi færeyska landsliðið um tíma. Hann þjálfaði Keflavík og Leiftur í úrvalsdeild.
Austurglugginn hefur ekki upplýsingar um verkaskiptingu þeirra né þjálfaramál Leiknis.