Skip to main content

Ormsteiti hafið

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 16. ágú 2008 15:39Uppfært 08. jan 2016 19:18

Héraðshátíðin Ormsteiti hófst í gærkvöldi á karnivalgöngu.

ImageFyrst söfnuðust hverfi héraðsins saman á Vilhjálmsvelli undir forystu karnivalgöngu sem fór frá Sláturhúsinu. Á vellinum voru hverfaleikarnir þar sem lið Selbrekku og skóga sigraði. Að leikunum loknum hélt gangan niður í Egilsstaðavík þar sem Lagarfljótsorminum voru færðar fórnir. Hátíðin heldur áfram næstu vikuna. Í dag er Norður-Héraðsdagur og Safnadagur á Egilsstöðum og Hallormsstaðardagur á morgun.