Skip to main content

Opnir fræðslufundir á vegum Alzheimer-samtakanna

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 28. apr 2025 07:35Uppfært 28. apr 2025 07:35

Alzheimersamtökin standa í dag og á morgun fyrir tveimur fræðslufundum þar sem fjallað verður um þær áskoranir sem einstaklingar með heilabilun og aðstandendur þeirra glíma við.


Fyrri fundurinn verður klukkan 17:00 í dag á heilsugæslunni á Seyðisfirði en sá seinni á sama tíma á morgun í sal Krabbameinsfélags Austfjarða, Sjávargötu 1 á Reyðarfirði.

Thelma Jónsdóttir, fræðslustjóri samtakanna og Ásta Kristín Guðmundsdóttir, ráðgjafi þeirra, leiða fundina. Á fundinum á Reyðarfirði bætast við stuttar kynningar frá þeim Helgu Sól Birgisdóttur, forstöðumanni heimaþjónustu Fjarðabyggðar og Helgu Elísabetu Guðlaugsdóttur, teymisstjóra endurhæfingarteymis Heilbrigðisstofnunar Austurlands.

Alzheimersamtökin fagna í ár 40 ára afmæli sínu. Eitt af markmiðum þeirra er að auka þekkingu og skilning á þeim áskorunum sem einstaklingar með heilabilun og aðstandendur þeirra glíma við. Þau halda því reglulega fræðsluerindi víða um land um starf sitt, heilabilun og samskipti.

Fundirnir eru öllum opnir og aðgangur ókeypis.