Opinn fundur um hafrannsóknir í dag
Lífið • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 30. des 2008 11:53 • Uppfært 08. jan 2016 19:19
Síldarvinnslan hf. og Hafrannsóknarstofnun standa fyrir opnum fundi um rannsóknir á uppsjávarfiskum í Egilsbúð, Neskaupstað í dag kl. 14:00.
Á fundinum fjallar Þorsteinn Sigurðsson, forstöðumaður Nytjastofnasviðs Hafrannsóknarstofnunarinnar, um ástand helstu uppsjávarfiskistofna við Ísland. Gerð verður grein fyrir mati á ástandi stofnanna, á veiðum á þeim og breytingum á útbreiðslu þeirra undanfarin ár. Jafnframt verður gerð grein fyrir rannsóknum á þeirri alvarlegu sýkingu sem upp hefur komið í íslensku sumargotssíldinni.