Olweusarkynning fyrir þá sem starfa með börnum og unglingum

Í kvöld efnir Grunnskólinn á Egilsstöðum og Eiðum til fundar með öllum þeim aðilum sem koma að frístundastarfi ungmenna á Egilsstöðum. Þar á meðal eru íþróttaþjálfarar, kennarar og leiðbeinendur í ýmsu félagsstarfi. 
sklastarf.jpg

Sigurbjörg Hvönn Kristjánsdóttir, deildarstjóri, segir skólann þátttakanda í Olweusarverkefninu gegn einelti. ,,Ákveðið var að halda fund með öllum sem koma að frístundastarfi ungmenna á Egilsstöðum.  Markmið fundarins er að kynna fólki Olweusarverkefnið og benda á leiðir til að koma í veg fyrir einelti. Starfsfólk skólans telur mikilvægt að allir þeir sem koma að uppeldi og umönnun barna og unglinga viti um það starf sem unnið er í skólanum." segir Sigurbjörg og hvetur alla sem málið er skylt til að mæta, enda markmiðið að auka skilning á því hvað felist í einelti. ,,Við berum öll jafna samfélagslega ábyrgð á því að einelti þrífist ekki í okkar samfélagi." 

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.