Skip to main content

Olíubíll valt, tvö þúsund lítrar láku af

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 13. okt 2008 14:27Uppfært 08. jan 2016 19:18

Olíubíll valt í Eskifirði skömmu eftir hádegi í dag. Tildrög slyssins eru óljós, en starfsmenn á vettvangi töldu líklegt vera að bílstjóri bifreiðarinnar hafi blindast af sólarljósi þegar hann keyrði upp Hólmaháls. 

Þar er aflíðandi beygja, á bílförum má sjá að bílstjórinn hefur ekið beint út af veginum, í stað þess að fylgja beygjunni.

Samkvæmt upplýsingum lögreglunnar slasaðist maðurinn ekki mikið, skarst lítillega. Hann var fluttur á sjúkrahúsið í Neskaupstað til aðhlynningar. Um tvö þúsund lítrar af olíu láku úr bílnum úr einu skilrúmi tankbílsins. Olían rann meðfram veginum niður brekkuna. Ekki virtist sem gott væri að hreinsa upp olíuna sem seig í jarðveginn, þrátt fyrir góðan vilja starfsmanna á vettvangi.

Lögreglan lokaði veginum um Hólmaháls um tíma, en hleyptu umferð fljótlega á aftur. Tilraunir til að ná bílnum, sem virðist ekki mikið skemmdur, áttu að hefjast í dag með stórvirkum vinnuvélum.
 
 
oliubill_eskifjord_1.jpg
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
oliubill_eskifjord_2.jpg
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
oliubill_eskifjord_3.jpg
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
oliubill_eskifjord_4.jpg