Náttúrulegt steypibað í Laugarvalladal

Talsvert hefur verið um ferðafólk í Laugarvalladal á Brúaröræfum í sumar. Þar rennur heit uppspretta fram af klettabelti og njóta ferðamenn þess að baða sig í þægilega heitum fossinum, sem fellur ofan í náttúrulega vatnsskál. Þar má einnig liggja líkt og í heitum potti og njóta fagurrar náttúrunnar umhverfis. laugarvalladalur.jpg

Áður fyrr var einnig hægt að baða sig í lindinni áður en hún féll fram af klettunum, en hún hefur verið of heit utanfarin sumur og nú er búið að fella fyrirstöður sem byggðar voru í farveginn til að gera sæmilega djúpa laug í honum.  

-

Mynd/SÁ

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.