Nýtt félag um veiðiár
Lífið • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 26. ágú 2008 15:51 • Uppfært 08. jan 2016 19:18
Í Neskaupstað hefur verið stofnað nýtt félag, 20+ ehf., utan um veiðiár.
Tilgangur félagsins er leiga, ræktun og útleiga silungs- og laxveiðiáa. Halldór Pétur Ásgeirsson er framkvæmdastjóri fyrirtækisins en Guðmundur Einar Ingvarsson er formaður stjórnar. Þeir tveir eru ásamt meðstjórnendunum Guðmundi Bjarnasyni og Víglundi Jóni Gunnarssyni stofnendur.