Nýr kafli Hringvegur upp úr Jökuldal opnaður
Lífið • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 18. okt 2008 09:00 • Uppfært 08. jan 2016 19:18
Nýr vegur upp úr Jökuldal var opnaður í gærkvöld. Veglínan er um Skjöldólfsstaðahnjúk og leysir af hólmi veg sem var nokkru innar og tekur af erfiðar beygjur. Þó vegurinn hafi verið opnaður er framkvæmdum þó ekki að fullu lokið og eru vegfarendur beðnir um að sýna aðgát á ferðum sínum um svæðið. Bráðabirgðavegtenging er af Efri Jökuldal yfir á hinn nýja veg og verður svo um sinn.
Héraðsverk sér um framkvæmdina sem felur í sér nýjan 8,2 km kafla á Þjóðvegi 1 um Jökuldal á milli Ármótasels og Skjöldólfsstaða 2. Auk vegagerðarinnar er innifalið í verkinu gerð stálplöturæsis á Gilsá auk fleiri minni ræsa.