Orkumálinn 2024

Nýr kafli Hringvegur upp úr Jökuldal opnaður

Nýr vegur upp úr Jökuldal var opnaður í gærkvöld. Veglínan er um Skjöldólfsstaðahnjúk og leysir af hólmi veg sem var nokkru innar og tekur af erfiðar beygjur. Þó vegurinn hafi verið opnaður er framkvæmdum þó ekki að fullu lokið og eru vegfarendur beðnir um að sýna aðgát á ferðum sínum um svæðið. Bráðabirgðavegtenging er af Efri Jökuldal yfir á hinn nýja veg og verður svo um sinn.

Héraðsverk sér um framkvæmdina sem felur í sér nýjan 8,2 km kafla á Þjóðvegi 1 um Jökuldal á milli Ármótasels og Skjöldólfsstaða 2. Auk vegagerðarinnar er innifalið í verkinu gerð stálplöturæsis á Gilsá auk fleiri minni ræsa.

jkuldalur_vegaframkvmdir_copy.jpg

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.