Skip to main content

Nýr framkvæmdastjóri Vísindagarðs

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 16. jan 2009 10:50Uppfært 08. jan 2016 19:19

Stjórn Vísindagarðsins ehf. á Egilsstöðum hefur ráðið Pétur Bjarnason í stöðu framkvæmdastjóra. Hann hóf störf 1. janúar og tekur við af Ívari Jónssyni, sem verið hefur framkvæmdastjóri Vísindagarðsins frá 15. júní 2007.

petur20bjarnason.jpg

Pétur Bjarnason er fimmtíu og sjö ára gamall sjávarútvegsfræðingur með víðtæka reynslu af samstarfi fyrirtækja og samstarfi háskóla og atvinnulífs.  Hann starfaði lengi sem framkvæmdastjóri Fiskifélags Íslands og var einnig framkvæmdastjóri Frumkvöðlaseturs Norðurlands. Þá hefur Pétur einnig verið virkur í ýmsu félagsstarfi.

Vísindagarðurinn ehf. er samnefnari margra stofnana á Austurlandi sem hyggjast smám saman auka samstarf sitt. Hluti þessa samstarfs felst í  sameiginlegu húsnæði og ekki síður tækifærum til aukningar á rannsóknum og menntunarmöguleikum í samstarfi við atvinnulífið á svæðinu og háskólastofnanir.