Nýr atvinnumálafulltrúi á Fljótsdalshéraði

Á fundi atvinnumálanefndar Fljótsdalshéraðs í gær var ákveðið að ganga til samninga við Þórarinn Egil Sveinsson, í starf atvinnufulltrúa sveitarfélagsins. Alls barst 41 umsókn um starfið, en umsóknarfrestur rann út 6. febrúar síðastliðinn.

Helstu verkefni og ábyrgðarsvið atvinnufulltrúa eru að vinna að þróun sérstakra atvinnuverkefna, meðal annars á sviði ferðamála, að stýra kynningar- og markaðsmálum sveitarfélagsins, vinna að framkvæmd atvinnumálastefnu þess og vera tengiliður Fljótsdalshéraðs við atvinnulífið og stoðstofnanir þess.

rarinn_egill_sveinsson_atvinnuftr.jpg

Þórarinn Egill er með masterspróf á sviði iðnaðar- og matvælaverkfræði. Undanfarin ár hefur hann rekið eigið fyrirtæki á sviði ráðgjafar og verkefnastjórnunar. Þórarinn hefur unnið ýmis ráðgjafarstörf fyrir Bændasamtök Íslands, hann var á árunum 2000 til 2003 forstöðumaður Matvælaseturs Háskólans á Akureyri og kennari við skólann. Á árabilinu milli 1979 og 2000 var Þórarinn aðstoðarkaupfélagsstjóri hjá KEA og þar áður mjólkursamlagsstjóri á Akureyri. Hann hefur gegnt formennsku og stjórnarsetu í ýmsum nefndum og ráðum á vegum fyrirtækja og stofnana.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.