Nýir eigendur að Hótel Bláfelli

Hótel Bláfell á Breiðdalsvík hefur verið selt. Kaupendur er hjón á besta aldri sem verið hafa við nám í Danmörku, en munu flytja til Breiðdalsvíkur ásamt börnum sínum í endaðan mars.

Kristín Ársælsdóttir og Njáll Torfason hafa rekið hótelið síðastliðin tíu ár. Kristín segir söluna frágengna, en að hinir nýju eigendur taki ekki við staðnum fyrr en í enda mars og hótelið verði lokað um óákveðinn tíma. Kaupverð fæst ekki uppgefið.

hotelpic.jpg

Þau Kristín og Njáll ætla að búa áfram á svæðinu og segir Kristín þau hafa nóg að sýsla þó þau láti nú af áratugarlöngum hótelrekstri.

 

Hótel Bláfell stendur í miðju þorpsins á Breiðdalsvík, er með alls tuttugu og tvö herbergi, tíu í nýlega reistu bjálkahúsi og tólf í eldri hluta hótelsins. Öll eru þau tveggja manna og með baði. Byggt var við hótelið árið 1998. Matsalur er fyrir um 30 manns, auk setustofu og bars.

logonafn02.jpg

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.