Skip to main content

Ánægja með fyrirhugaða matvælaframleiðslu á Breiðdalsvík

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 22. jan 2009 14:27Uppfært 08. jan 2016 19:19

Sveitarstjórn Breiðdalshrepps samþykkti á fundi sínum 16. janúar síðastliðinn að lýsa ánægju með þá uppbyggingu sem nú á sér stað á vegum félagsins Festarhalds varðandi áform um matvælavinnslu í frystihúsinu á Breiðdalsvík. Sigurjón Bjarnason á Egilsstöðum fer fyrir hópi áhugasamra aðila um slíka matvælavinnslu þar og er verið að hleypa hugmyndinni af stokkunum.

breidalsvk_vefur.jpg

Sveitarstjórnin lýsti sig tilbúna til að koma að málum með því að aðstoða við gerð viðskiptaáætlunar félagsins og leita eftir stuðningi opinberra stofnana og sjóða. Þá samþykkti sveitarstjórnin að kaupa hlut í Festarhaldi að fjárhæð 7,5 milljónir króna að því tilskyldu að áætlanir félagsins um öflun heildarhlutafjár gangi upp að öðru leyti.

---

Ljósmynd/Steinunn