Naumur ósigur
Lífið • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 08. nóv 2008 11:31 • Uppfært 08. jan 2016 19:19
Höttur tapaði naumlega, 83-80 fyrir Val í 1. deild karla í körfuknattleik í gærkvöldi.
Valsmenn leiddu allan leikinn en Hattarmenn voru aldrei langt undan.
Þegar sextán sekúndur voru til leiksloka minnkaði Sveinbjörn Skúlason
muninn í tvö stig með þriggja stiga körfu. Valsmenn fengu víti og nýttu
annað þeirra og lokaskot Hattar geigaði. Staðan í hálfleik var 47-41.
Sveinbjörn var stigahæstur leikmanna Hattar með 30 stig, Ben Hill
skoraði 23 og Jerry Cheeves 19.
Í dag fer Austurlandsmótið í sundi fram í Neskaupstað og leikið er í 2. og 3. deild í blaki á Seyðisfirði.
Í dag fer Austurlandsmótið í sundi fram í Neskaupstað og leikið er í 2. og 3. deild í blaki á Seyðisfirði.