Ný Sparkhöll á Borgarfirði eystra
Lífið • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 27. des 2008 00:21 • Uppfært 08. jan 2016 19:19
Skömmu fyrir jól fór fram fyrsti knattspyrnuleikurinn í nýrri og glæsilegri sparkhöll í Bakkagerðisþorpi á Borgarfirði eystra. Er hún í óupphitaðri skemmu og völlurinn lagður gervigrasi. Auk heimamanna hefur fjöldi gesta verið á Borgarfirði yfir hátíðina og því ekki ólíklegt að ýmis tilþrif verði höfð frammi á nýja vellinum á næstu dögum. Til hamingju með nýju höllina ykkar Borgfirðingar! Nú verður væntanlega tekið á því.
Meðfylgjandi mynd er fengin af vefnum borgarfjordureystri.is.