Ný heimasíða Nesskóla
Ný heimasíða Nesskóla var tekin í notkun á dögunum og er það stefna skólans að hafa hana einfalda en jafnframt lifandi og skemmtilega.
Nú er það krafa að á heimasíðu grunnskóla sjáist bæði skólanámsskrá og starfsáætlun skólans og eru hlekkir inn á hvort tveggja aðgengilegir sem og ýmsar aðrar áhugaverðar upplýsingar um starfið í skólanum. Fréttir og myndir frá starfinu í skólanum verða áfram áberandi á vefnum auk ýmiskonar gagnlegra upplýsinga.

Á meðfylgjandi mynd má sjá nokkra krakka á yngsta stigi skólans vinna að mósaíklistaverki í upphafi þemaviku sem er nýhafin.