Nú er Gunna á nýju skónum!

Jólaball Fljótsdalshéraðs verður haldið í dag, laugardaginn 27. desember, í fjölnotasalnum í Fellabæ. Það er Lionsklúbburinn Múli sem býður upp á jólaballið. Allir Héraðsbúar og aðrir gestir eru boðnir velkomnir. Ballið byrjar klukkan þrjú í dag og lýkur um klukkan fimm. Það verður að sjálfsögðu dansað í kringum jólatréð og jólasveinar væntanlegir í heimsókn. Upplýsingar um jólaböll víðar í Austfirðingafjórðungi eru vel þegnar inn á vefinn.

90_15_57---christmas-tree_web.jpg

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.