Skip to main content

Metveiði í Breiðdalsá

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 21. júl 2008 16:48Uppfært 08. jan 2016 19:18

Um 130 laxar hafa veiðst í Breiðdalsá það sem af er sumars. Í frétt frá veiðiþjónustunni Strengjum segir að það sé metveiði svo snemma sumars.

 

ImageUm helmingur aflans er smálax en stórlaxar hafa einnig látið á sig kræla. Einn, tæpur metri að lengd og rúm níu kíló að þyngd, veiddist á föstudag. Honum var sleppt aftur. Þetta var fimmti laxinn yfir 20 pundum sem veiðist í ánni í sumar. Haldi veiðarnar svona áfram gætu eitt þúsund laxar veiðst í sumar enda veitt til loka september.
Þrír laxar hafa veiðst á Jöklusvæðinu undanfarna daga, allir í Laxá í Jökulsárhlíð. Sett hefur verið í laxa, bæði í Kaldá og Jöklu sjálfri en þeir ekki skilað sér á land.