Skip to main content

Metþátttaka barna og unglinga í Upptaktinum þetta árið

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 11. mar 2025 09:28Uppfært 11. mar 2025 10:04

Hvort tónlistaráhugi barna og ungmenna á Austurlandi sé að aukast eða hvort ástæðan er önnur hafa aldrei áður jafn margir tekið þátt í tónsmiðjunni Upptaktnum en gerðu í síðasta mánuði

Alls átján börn og ungmenni tóku þátt í tónsmiðjunni að þessu sinni en þar fær áhugasamt ungt tónlistarfólk aðstoð fagfólks til að þróa og vinna lög sín og það í einhverju flottasta stúdíói landsins í Studio Silo á Stöðvarfirði en Sköpunarmiðstöðin þar er samstarfsaðili Menningarstofu Fjarðabyggðar í verkefninu.

Eftir góða yfirlegu í Studio Silo voru þrettán ný lög að austan send til dómnefndarinnar í Reykjavík og af þeim var lag hinnar tólf ára gömlu Þórhildar Ingunnar frá Fellabæ valið sem framlag Austurlands á sjálfum Upptaktstónleikunum sem venju samkvæmt fara fram í Hörpunni þann 11. apríl.

Mun Þórhildur fram að þeim tíma fá enn meiri aðstoð við að gera lag sitt eins best úr garði og framast er unnt áður en það verður svo flutt af þekktu tónlistarfólki fyrir þann fulla sal sem jafnan er raunin á þessum tónleikum.

Fátt meira spennandi en vinna að sinni eigin tónlist við frábærar aðstæður í Studio Silo. Mynd Fjarðabyggð