Metrarnir sem á vantaði?

"Þegar flugvöllurinn á Egilsstöðum var endurbyggður, voru uppi áform um að hann yrði 2700 metrar, en í fyrsta áfanga var hann byggður í 2000 metra.  Hefði settum áformum verið fylgt, eru líkur á að þessi atburður hefði ekki orðið." Þetta segir Benedikt Warén starfsmaður í flugturninum á Egilsstöðum á bloggsíðu sinni um flugslysið við Egilsstðaflugvöll í gærkvöldi.

Benedikt segir frá því að flugmaðurinn, sem lenti í þessu óhappi, hefur komið hingað nokkrum sinnum áður.  Skilyrðin hafi hins vegar verið mjög óhagstæð, myrkur, rigning og þokuslæður í lítilli hæð.  "Við þessar aðstæður eru talsverðar líkur á að það sjáist inn á braut lengra  til, en síðan er flogið inn í þokuslæðuna á versta stað, þegar hæðin á flugvélinni yfir jörð eru nokkrir metrar og hraðinn lítill.  Ef eitthvað fer úrskeiðis við þessar aðstæður, er nánast ekkert svigrúm til að bjarga sér út úr þeirri klemmu. Fyrir mestu var þó, að flugmaðurinn skuli hafa gengið óstuddur frá óhappinu." segir Benedikt á bloggsíðu sinni. Hann var á vettvangi í gærkvöld.


img_7408.jpg

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.