Skip to main content

Metrarnir sem á vantaði?

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 12. sep 2008 09:53Uppfært 08. jan 2016 19:18

"Þegar flugvöllurinn á Egilsstöðum var endurbyggður, voru uppi áform um að hann yrði 2700 metrar, en í fyrsta áfanga var hann byggður í 2000 metra.  Hefði settum áformum verið fylgt, eru líkur á að þessi atburður hefði ekki orðið." Þetta segir Benedikt Warén starfsmaður í flugturninum á Egilsstöðum á bloggsíðu sinni um flugslysið við Egilsstðaflugvöll í gærkvöldi.

Benedikt segir frá því að flugmaðurinn, sem lenti í þessu óhappi, hefur komið hingað nokkrum sinnum áður.  Skilyrðin hafi hins vegar verið mjög óhagstæð, myrkur, rigning og þokuslæður í lítilli hæð.  "Við þessar aðstæður eru talsverðar líkur á að það sjáist inn á braut lengra  til, en síðan er flogið inn í þokuslæðuna á versta stað, þegar hæðin á flugvélinni yfir jörð eru nokkrir metrar og hraðinn lítill.  Ef eitthvað fer úrskeiðis við þessar aðstæður, er nánast ekkert svigrúm til að bjarga sér út úr þeirri klemmu. Fyrir mestu var þó, að flugmaðurinn skuli hafa gengið óstuddur frá óhappinu." segir Benedikt á bloggsíðu sinni. Hann var á vettvangi í gærkvöld.


img_7408.jpg