Skip to main content

Messa í Loðmundarfirði

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 19. júl 2008 11:21Uppfært 08. jan 2016 19:18

Á morgun verður messað á Klyppsstað í Loðmundarfirði.

 

Sr. Lára G. Oddsdóttir mun prédika og prófastur Múlaprófastsdæmis, sr. Jóhanna I. Sigmarsdóttir, þjóna fyrir altari.

Á Klyppsstað var prestssetur til ársins 1883. Staðurinn fór í eyði 1962 en sóknin var öll 1973. Kirkjan á Klyppsstað var reist árið 1895.

Um klukkustund tekur að aka frá Borgarfirði til Loðmundarfjarðar. Kirkjugestir eru hvattir til að klæða sig eftir veðri og taka með sér nesti.