Skip to main content

ME tekur þátt í forritunarkeppni framhaldsskólanna fyrsta sinni

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 06. mar 2025 10:23Uppfært 06. mar 2025 10:24

Á laugardaginn kemur fram fram hin sífellt vinsælli Forritunarkeppni framhaldsskólanna þar sem lið úr fjölda framhaldsskóla takast á. Fyrsta sinni mun lið frá Menntaskólanum á Egilsstöðum (ME) etur þar kappi.

Það var staðfest í gær að eitt tveggja manna lið ME tæki þátt en um tíma leit jafnvel út fyrir að teymi skólans yrði tvö í keppninni. Starfsstöð liðsins verður í húsnæði ME.

Keppnin fer þannig fram að um þrjár deild er að ræða og innan þeirra keppa öll liðin á móti öllum öðrum óháð staðsetningu. Deildum er skipt niður eftir kunnáttu og reynslu en ólíkt því sem margir halda er ekki sérstaklega þörf á forritunarkunnáttu til að taka þátt í keppni þessari.

Keppnislið allra þátttökuskóla hittast klukkan 9 á laugardagsmorgunn þar sem liðin fá sín keppnisgögn og setja upp búnað sinn og á slaginu 10 byrja þau svo vinnu að þeim verkefnum sem lögð verða fyrir. Það er svo einhvern tíma milli klukkan 16 og 18 sem að úrslit verða kunngjörð og verðlaun veitt í kjölfarið.

Hægt verður að fylgjast með stöðunni í öllum deildunum á laugardaginn kemur á neðangreindum vefföngum:

  • alfa.keppnisforritun.is
  • beta.keppnisforritun.is
  • delta.keppnisforritun.is