Manns saknað við Skrúð í Fáskrúðsfirði

Smábátur strandaði við eyna Skrúð í Fáskrúðsfirði í morgun. Tveir menn voru um borð og er annars þeirra saknað en hinum tókst að bjarga. Kallaðar hafa verið út björgunarsveitir allt frá Vopnafirði til Hornafjarðar og eru þær ýmist á leið á staðinn eða komnar. Einnig hafa verið kallaðir til í það minnsta sex kafarar. Björgunarbátar Slysavarnafélagsins Landsbjargar eru á staðnum, auk báta af svæðinu. Þyrla Landhelgisgæslunnar er nú á leið á slysstað.

skrur__fskrsfiri.jpg

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.