Manns saknað við Skrúð í Fáskrúðsfirði

Smábátur strandaði við eyna Skrúð í Fáskrúðsfirði í morgun. Tveir menn voru um borð og er annars þeirra saknað en hinum tókst að bjarga. Kallaðar hafa verið út björgunarsveitir allt frá Vopnafirði til Hornafjarðar og eru þær ýmist á leið á staðinn eða komnar. Einnig hafa verið kallaðir til í það minnsta sex kafarar. Björgunarbátar Slysavarnafélagsins Landsbjargar eru á staðnum, auk báta af svæðinu. Þyrla Landhelgisgæslunnar er nú á leið á slysstað.

skrur__fskrsfiri.jpg

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar