Skip to main content

Malarvinnslan gjaldþrota

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 10. nóv 2008 22:49Uppfært 08. jan 2016 19:19

Stjórnendur Malarvinnslunnar, stærsta verktakafyritækis Egilsstaða, hafa óskað eftir að félagið verði tekið til gjaldþrotaskipta.

 

Heildarskuldir fyrirtækisins nema um 2,5 milljörðum króna. Um seinustu mánaðarmót var reynt að skera niður kostnað með að segja upp starfsfólki. Það dugði ekki til. Reynt hefur verið að selja ýmsar einingar fyrirtækisins. Kaupfélag Héraðsbúa keypti fyrirtækið, sem stofnað var árið 1990, fyrir ári.