Skip to main content

Magni rekinn

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 29. júl 2008 23:38Uppfært 08. jan 2016 19:18

Magna Fannberg var í dag sagt upp störfum sem þjálfari 1. deildarliðs Fjarðabyggðar í knattspyrnu. Frá þessu var greint í fjölmiðlum seinni partinn. Ástæður samvistarslitanna hafa ekki verið gefnar út opinberlega en von er á yfirlýsingu frá málsaðilum um hádegi á morgun.

 

ImageInnanbúðarmenn sem Austurglugginn ræddi við í kvöld bíða einnig yfirlýsingarinnar. Þeir sögðu ekki hafa verið óánægju með Magna innan hópsins.
Magni samdi við Fjarðabyggð til tveggja ára í vor. Liðið lék níu leiki í röð án sigurs, frá lokum maí þar til á sunnudag þegar liðið vann Hauka 2-4 í Hafnarfirði. Liðið mætir Njarðvík annað kvöld. David Hannah, sem ráðinn var aðstoðarmaður Magna og Elvar Jónsson, fyrrverandi þjálfari og aðstoðarþjálfari félagsins, stýra liðinu á morgun. Elvar af bekknum en Hannah inni á vellinum. Þeir stýrðu æfingu liðsins í kvöld.Sparkspekingar veðja á að Hannah stýri liðinu út leiktíðina.