Lomberslagur við Húnvetninga

lomberinn.jpg

Laugardaginn 12. apríl munu Austfirðingar mæta Húnvetningum í lomberslag að Öngulsstöðum í Eyjafirði. Reiknað er með að allt að 20 manns úr hvorum landshluta mæti og spili frá hádegi til kvölds. Er þetta í þriðja sinn sem efnt er til viðburðar af þessum toga en austanmenn mættu norðanmönnum 2005 og 2007 og fóru Húnvetningar með sigur af hólmi í bæði skiptin. Austfirðingar eiga því harma að hefna. Það er Gunnarsstofnun á Skriðuklaustri sem heldur utan um lombermálin eystra og geta þeir sem hafa áhuga á að fara norður haft samband í síma 471-2990.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.