Loksins vann Fjarðabyggð

Fjarðabyggð vann í dag fyrsta sigur sinn frá lokum maí í 1. deild karla í knattspyrnu þegar liðið lagði Hauka í Hafnarfirði 2-4. Vilberg Marinó Jónasson skoraði tvö mörk fyrir Fjarðabyggð og Sveinbjörn Jónasson og Sigurður Víðisson sitt markið hvor. Með sigrinum kemst liðið upp í 8. sæti, sjö stigum frá fallsæti.
Höttur vann einnig í gær mikilvægan sigur í Hafnarfirði þegar liðið lagði ÍH í dramatískum leik 3-4. Heimamenn voru 3-1 mörk í hálfleik en Stefán Þór Eyjólfsson skoraði sigurmark Hattar tveimur mínútum fyrir leikslok. Vilmar Freyr Sævarsson skoraði tvö mörk og Elvar Þór Ægisson eitt.
Tveir leikir fóru fram í 3. deild karla á föstudagskvöld. Friðjón Gunnlaugsson, fyrirliði Hugins, skoraði bæði mörkin í 2-0 sigri á Sindra. Hið fyrra úr vítaspyrnu sem hann vann sjálfur. Þrír Sindramenn fengu rautt spjald fyrir framkomu sína gegn dómaranum. Gunnar Ingi Valgeirsson þurfti að yfirgefa bekkinn á 65. mínútu og eftir leikinn fengu báðir starfsmenn liðsins það líka. Nyrðra rústaði Dalvík/Reynir Spyrni 8-0.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.