Skip to main content

Loksins vann Fjarðabyggð

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 28. júl 2008 16:17Uppfært 08. jan 2016 19:18

Fjarðabyggð vann í dag fyrsta sigur sinn frá lokum maí í 1. deild karla í knattspyrnu þegar liðið lagði Hauka í Hafnarfirði 2-4.

Vilberg Marinó Jónasson skoraði tvö mörk fyrir Fjarðabyggð og Sveinbjörn Jónasson og Sigurður Víðisson sitt markið hvor. Með sigrinum kemst liðið upp í 8. sæti, sjö stigum frá fallsæti.
Höttur vann einnig í gær mikilvægan sigur í Hafnarfirði þegar liðið lagði ÍH í dramatískum leik 3-4. Heimamenn voru 3-1 mörk í hálfleik en Stefán Þór Eyjólfsson skoraði sigurmark Hattar tveimur mínútum fyrir leikslok. Vilmar Freyr Sævarsson skoraði tvö mörk og Elvar Þór Ægisson eitt.
Tveir leikir fóru fram í 3. deild karla á föstudagskvöld. Friðjón Gunnlaugsson, fyrirliði Hugins, skoraði bæði mörkin í 2-0 sigri á Sindra. Hið fyrra úr vítaspyrnu sem hann vann sjálfur. Þrír Sindramenn fengu rautt spjald fyrir framkomu sína gegn dómaranum. Gunnar Ingi Valgeirsson þurfti að yfirgefa bekkinn á 65. mínútu og eftir leikinn fengu báðir starfsmenn liðsins það líka. Nyrðra rústaði Dalvík/Reynir Spyrni 8-0.