Lokað í Sunnugerði og Austurvegi vegna töku á Fortitude

Takmarkanir verða á umferð um Sunnugerði og Austurveg á Reyðarfirði í mest allan dag vegna upptaka á Fortitude-þáttunum.


Tökulið verður væntanlega á svæðinu frá 8:30-20:00 og verður lokað fyrir umferð á meðan tökur verða í gangi.

Íbúar eru því beðnir um að leggja bílum sýnum við fjölbýlishúsin í Melgerði eða Fjarðabyggðarhöllina. Í tilkynningu frá tökuliðinu segir að ekki sé þörf á því að færa þá bíla sem geta staðið kyrrstæðir á meðan á tökum stendur. Því miður verður ekki hægt að keyra inn á svæðið á þessum tíma og því viljum við beina umferð að bílastæðum við Melgerði og knattspyrnuhöllina.

Beðist er velvirðingar á þessum óþægindum og vonast eftir að íbúar sýni okkur áfram þann skilning og þolinmæði sem þeir hafa sýnt hingað til. Pegasus ítrekar þakklæti til íbúa Reyðarfjarðar fyrir frábært viðmót og ómetanlega hjálp undanfarna daga.

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.