Skip to main content

Listaverk Lasse

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 02. sep 2008 17:53Uppfært 08. jan 2016 19:18

Á mánudag var opnuð ný sýning í gallerí Klaustri, Skriðuklaustri á verkum dansk-færeyska listamannsins Lasse Sörensen.

 

Á sýningunni eru olíumálverk og teikningar með mótífum úr náttúru Norður-Atlantshafslandanna, Grænlands, Íslands og Færeyja. Sýningin stendur til loka september en Skriðuklaustur verður opið daglega frá 12 - 17 til 14. september næstkomandi auk þess sem opið verður síðustu tvær helgarnar í
september.