List í ljósi sett í tíunda skiptið á Seyðisfirði
Síðdegis í dag hefst formlega listahátíðin List í ljósi á Seyðisfirði en það er í tíunda skiptið sem hátíðin sú er haldin. Með henni er fyrstu geislum sólar á nýju ári í firðinum fagnað með ýmsum verkum þar sem ljós og birta er ráðandi þáttur.
Opnunarhátíðin fer fram í listamiðstöðinni Skaftfelli en samhliða opnun hátíðarinnar sjálfrar opnar þar innandyra sýningin Sólargleypir.
Hátíðin List í ljósi hefur vel fest sig í sessi þau tíu ár sem hún hefur verið haldin og mikill fjöldi bæði listamanna sem og heimamanna sjálfra tekið þátt með einum eða öðrum hætti frá upphafi. Að þessu sinni er bærinn skreyttur með 26 mismunandi verkum sem vísa á ljós og birtu með tilvísun í fyrstu sólarglæturnar. Vegna tíu áfmælisins eru verkin fleiri en venjulega enda þar þar á meðal tíu verk frá fyrri hátíðum sem fram hafa farið.
Setning hátíðarinnar hefst klukkan 17 þar sem ræður verða haldnar, veitingar í boði auk tónlistaratriðis og ljósagjörnings listadeildar Grunnskóla Seyðisfjarðar. Gestir geta einni kynnt sér verkin á Sólargleypi en þar um að ræða verk níu afar mismunandi listamanna.
Sýning Skaftfells mun standa í rúman mánuð fram til 15. mars næstkomandi en sem fyrr er hátíðin List í ljósi stendur einungis yfir helgina. Sem endranær eru allir viðburðir fríir en meðal þeirra eru nokkrir tónlistarviðburðir. Þannig koma meðlimir hljómsveitarinnar Animal Collective fram en hver í sínu lagi í Bláu kirkjunni og koma reyndar að viðburðum utandyra líka.
Sem ávallt hefur verið er slökkt á götulýsingu í bænum meðan á hátíðinni stendur og reynt að lágmarka ljósmengun eins og hægt er til að fólk geti notið verkanna betur en ella.