Álfaborgarsjens: Gunni Þórðar, Hvanndalsbræður og Hagyrðingar

Fjölskylduhátíðin Álfaborgarsjens verður haldin um verslunarmannahelgina, en hún er orðin að árvissum viðburði. Gunnar Þórðarson, Hvanndalsbræður og Hagyrðingar eru meðal hápunkta hátíðarinnar í ár.

 

Hagyrðingamótið í Fjarðarborg byrjar klukkan 20:00 í kvöld. Davíð Þór Jónsson reynir að hafa hemil á hagyrðingunum en þeir verða Njarðvíkingurinn Andrés Björnsson, Friðrik Steingrímsson úr Mývatnssveit, Halla Gunnarsdóttir, aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra og útsvarskempan Stefán Bogi Sveinsson.
Á morgun verður Hensonmótið í knattspyrnu, útimarkaður við Fjarðaborg og tónleikar með Gunnari Þórðarsyni. Hann hefur undanfarna mánuði ferðast um landið einn með gítarinn og spilað sín eigin lög, nokkuð sem hann hefur ekki gert áður á löngum ferli.
Á sunnudag verður Fjölskyldudagur í Loðmundarfirði og um kvöldið spila Hvanndalsbræður í Fjarðaborg, en þeir hafa reglulega heimsótt Borgarfjörð um verslunarmannahelgina.
Nánari upplýsingar um hátíðina eru á www.borgarfjordureystri.is.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.