Álfaborgarsjens: Gunni Þórðar, Hvanndalsbræður og Hagyrðingar

Fjölskylduhátíðin Álfaborgarsjens verður haldin um verslunarmannahelgina, en hún er orðin að árvissum viðburði. Gunnar Þórðarson, Hvanndalsbræður og Hagyrðingar eru meðal hápunkta hátíðarinnar í ár.

 

Hagyrðingamótið í Fjarðarborg byrjar klukkan 20:00 í kvöld. Davíð Þór Jónsson reynir að hafa hemil á hagyrðingunum en þeir verða Njarðvíkingurinn Andrés Björnsson, Friðrik Steingrímsson úr Mývatnssveit, Halla Gunnarsdóttir, aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra og útsvarskempan Stefán Bogi Sveinsson.
Á morgun verður Hensonmótið í knattspyrnu, útimarkaður við Fjarðaborg og tónleikar með Gunnari Þórðarsyni. Hann hefur undanfarna mánuði ferðast um landið einn með gítarinn og spilað sín eigin lög, nokkuð sem hann hefur ekki gert áður á löngum ferli.
Á sunnudag verður Fjölskyldudagur í Loðmundarfirði og um kvöldið spila Hvanndalsbræður í Fjarðaborg, en þeir hafa reglulega heimsótt Borgarfjörð um verslunarmannahelgina.
Nánari upplýsingar um hátíðina eru á www.borgarfjordureystri.is.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar