Skip to main content

Líf í tuskunum á Gjaldeyri við Ystunöf

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 14. okt 2008 00:00Uppfært 08. jan 2016 19:18

Leikfélag Fljótsdalshérað frumsýnir n.k. laugardag gamanleikinn Góðverkin kalla. Leikritið gerist í þorpinu Gjaldeyri við Ystunöf og hverfist um hundrað ára afmæli sjúkrahússins á staðnum. Þorpsbúar efna til kappsfullrar söfnunar til að heiðra stofnunina á tímamótunum og sjást menn þar einatt ekki fyrir. ...

 

Höfundar verksins eru þeir Ármann Guðmundsson, Sævar Sigurgeirsson og Þorgeir Tryggvason. Með helstu hlutverk fara Árni Magnússon, Ásgrímur Ingi Arngrímsson, Daníel Behrend, Fanney Magnúsdóttir, Gunnar Heiðberg Gestsson, Hólmfríður Sigurbjörnsdóttir og Sigfríður Steingrímsdóttir. Leikstjóri er Gunnar Björn Guðmundsson, sá hinn sami og leikstýrði kvikmyndinni Astrópíu. 

Leikfélag Fljótsdalshéraðs hefur verið með æfingaaðstöðu í Sláturhúsinu á Egilsstöðum frá því fyrr í haust, en verkið verður sýnt almenningi á fjölum Valaskjálfar.

Sem fyrr segir verður frumsýnt á laugardagskvöld, 18. október n.k. og hefst sýningin kl. 20. Alls verða átta sýningar og er miðaverð fimmtán hundruð krónur.gunnar_bjorn_gudmundsson.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Á meðfylgjandi mynd er Gunnar Björn Guðmundsson leikstjóri Góðverka.