Orkumálinn 2024

Lesið úr Biblíunni sleitulaust í alla nótt

Um tuttugu ungmenni á Fljótsdalshéraði hófu maraþonlestur úr Biblíunni um kl. 20 í kvöld og ætla að lesa sleitulaust uns bjarmar af morgni, eða til kl. 08 í fyrramálið. Þau eru í kristilega æskulýðshópnum Bíbí og söfnuðu áheitum fyrir lesturinn, en ætlunin er að verja því fé sem safnast til að hitta jafnaldra í æskulýðsstarfi á Vopnafirði.

bibliulestur1.jpg

Stefán Bogi Sveinsson og Þorgeir Arason æskulýðsleiðtogar eru krökkunum til halds og trausts í næturlestrinum. Lesið er úr Davíðssálmum, Ljóðaljóðunum og fleiru, en víst er að Biblían myndi duga til þrotlauss upplestrar fleiri nætur en eina. Hver lesari stendur í púlti meðan fjórir til fimm eru tilbúnir í senn, en aðrir hvílast fyrir átök næturinnar.

Gestir eru velkomnir í kirkjuselið í Fellabæ til að hlýða á lesturinn.

 

 

bibliulestur2.jpg

 

Auðbjörg Hulda Þórarinsdóttir las úr Biblíunni þegar Austurgluggann bar að garði í kvöld. Fleiri voru tilbúnir í lestur og enn aðrir hvíldust fyrir lestur næturinnar.

 

Ljósmyndir/Steinunn Ásmundsdóttir

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.