Leiðsögunámskeið í ríki Vatnajökuls

Leiðsögunámskeið í ríki Vatnajökuls hefst í dag og spannar fjórar næstu helgar. Svæðið sem verður tekið fyrir er Hornafjörður og Djúpivogur. Námskeiðið er á vegum Ríkis Vatnajökuls og Framhaldsskóla Austur-Skaftafellssýslu.

pe0042403.jpg

Hvatinn að námskeiðinu er mikil vöntun á leiðsögumönnum á svæðinu. Meðal annars verður kennd leiðsögutækni, en nemendur fá tæknilegar leiðbeiningar í leiðsögn þar sem farið verður yfir framsögn, öryggismál, mannleg samskipti og hópstjórn. Einnig verður kenndur grunnur í jarðfræði, náttúrufræði, sögu og skyndihjálp.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.