Leiðsögunámskeið í ríki Vatnajökuls
Lífið • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 13. feb 2009 09:22 • Uppfært 08. jan 2016 19:19
Leiðsögunámskeið í ríki Vatnajökuls hefst í dag og spannar fjórar næstu helgar. Svæðið sem verður tekið fyrir er Hornafjörður og Djúpivogur. Námskeiðið er á vegum Ríkis Vatnajökuls og Framhaldsskóla Austur-Skaftafellssýslu.
Hvatinn að námskeiðinu er mikil vöntun á leiðsögumönnum á svæðinu. Meðal annars verður kennd leiðsögutækni, en nemendur fá tæknilegar leiðbeiningar í leiðsögn þar sem farið verður yfir framsögn, öryggismál, mannleg samskipti og hópstjórn. Einnig verður kenndur grunnur í jarðfræði, náttúrufræði, sögu og skyndihjálp.