Laumufarþegi í skólarútu

Kettir eru þekktir fyrir að fara sinna ferða utan við lög og reglu. Ung stúlka á Egilsstöðum á kettlingsgrey sem fylgir henni gjarnan að bílastæðinu aftan við íþróttahúsið, en þar tekur hún skólarútuna út í Eiða á morgnana. Í gærmorgun hafði kisi fylgt stúlkunni að vanda og fer ekki sögum af því meira fyrr en sá stutti skaut upp kollinum meðal barnanna í frímínútum í barnaskólanum. Olli það bæði gleði og talsverðu uppnámi og veltu börn og kennarar vöngum yfir því hvernig kisa hafði tekist að laumast með rútunni um morguninn. Annað hvort hefur hann komið sér fyrir neðan í rútunni eða falið sig í farþegarýminu. Kettlingurinn er nú kominn í örugga heimahöfn og óvíst hvort hann hyggur á fleiri Eiðaferðir að sinni.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.