Ólafur Bragi Íslandsmeistari
Lífið • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 09. sep 2008 17:58 • Uppfært 08. jan 2016 19:18
Ólafur Bragi Jónsson, Egilsstöðum, varð um helgina Íslandsmeistari í flokki sérútbúinna bíla í torfæruakstri.
Ólafur Bragi, sem keyrir Trúðinn, varð Íslandsmeistari með eins stigs mun eftir lokakeppnina sem fram fór í Reykjavík um seinustu helgi. Ólafur vann lokakeppnina en helsti keppninautur hans, Gunnar Gunnarsson, varð þriðji. Fellamaðurinn Eyjólfur Skúlason kom upp á milli þeirra og hjálpaði Ólafi þannig til meistaratignar.