Skip to main content

Kompásstjarna búsett eystra

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 24. sep 2008 10:33Uppfært 08. jan 2016 19:18

Ragnar Magnússon, sem var barinn af Benjamín Þ. Þorgrímssyni, fyrir framan leyndar tökuvélar sjónvarpsþáttarins Kompáss og sýnt í vikunni, býr á Egilsstöðum.

Hann flutti lögheimili sitt austur í sumar og hóf að vinna hjá Alcoa Fjarðaáli.

Samkvæmt heimildum Austurgluggans á Ragnar einkahlutafélagið Eignarhaldsfélagið Traustur ehf. sem á meðal annars forláta Benz bifreið sem vakti fyrst athygli á Ragnari á Egilsstöðum í ágúst síðastliðnum og sást í Kompásþættinum. Benzinn er af gerðinni 55 AMG, nýskráður í febrúar 2006.

Eignarhaldsfélagið Traustur er skráð með lögheimili að Breiðvangi 4 í Hafnarfirði. Ragnar rak áður nokkra skemmtistaði í Reykjavík, meðal annars Q-bar og Oliver.