Komir þú á Grænlandsgrund

Grænlandskynning var í Slysavarnarfélagshúsinu í Neskaupstað fyrr í dag og var húsfyllir. Það var Norðfirðingurinn Stefán  Herbertsson, sem hefur verið viðloðandi Grænland síðustu tíu árin og er nú með fasta búsetu þar, sem var með kynninguna. Frásögn hans af landi og þjóð var ákaflega skemmtileg og umfram allt fróðleg. Það var húsfyllir á fundinum og góður rómur gerður að máli Stefáns.

stefn_herbertsson_vefur.jpg

Ína Gísladóttir formaður Ferðafélags Fjarðamanna sagði frá ferð hóps á heimaslóðir Stefáns s.l. sumar og sýndi litskyggnur. Kaffi og kökur voru á vegum Grænlandshópsins og ber að geta þess að nokkrir úr hópnum komu langt að til að vera á fundinum.

  

Mynd: Stefán Herbertsson.

(mynd og texti Elma Guðmundsdóttir)

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.