Skip to main content

Komir þú á Grænlandsgrund

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 11. jan 2009 17:30Uppfært 08. jan 2016 19:19

Grænlandskynning var í Slysavarnarfélagshúsinu í Neskaupstað fyrr í dag og var húsfyllir. Það var Norðfirðingurinn Stefán  Herbertsson, sem hefur verið viðloðandi Grænland síðustu tíu árin og er nú með fasta búsetu þar, sem var með kynninguna. Frásögn hans af landi og þjóð var ákaflega skemmtileg og umfram allt fróðleg. Það var húsfyllir á fundinum og góður rómur gerður að máli Stefáns.

stefn_herbertsson_vefur.jpg

Ína Gísladóttir formaður Ferðafélags Fjarðamanna sagði frá ferð hóps á heimaslóðir Stefáns s.l. sumar og sýndi litskyggnur. Kaffi og kökur voru á vegum Grænlandshópsins og ber að geta þess að nokkrir úr hópnum komu langt að til að vera á fundinum.

  

Mynd: Stefán Herbertsson.

(mynd og texti Elma Guðmundsdóttir)