Skip to main content

Komdu í land - verkefnið á Djúpavogi

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 24. feb 2009 16:44Uppfært 08. jan 2016 19:19

Verkefnið ,,Komdu í land" hefur hafið námskeiðaherferð hringinn í kringum landið.  Verkefnið er samstarfsverkefni Útflutningsráðs, Ferðamálastofu og Cruise Iceland samtakanna um að Útflutningsráð standi fyrir fræðslu og ráðgjöf í hafnarbæjum sem eru meðlimir í Cruise Iceland samtökunum.  Næst á að þinga á Djúpavogi.

shipphotoqueenelizabeth2.jpg

Tilgangur þessara námskeiða er að skoða möguleika á hverjum stað fyrir sig og vinna saman að því að byggja upp aukna þjónustu fyrir farþega skemmtiferðaskipa og áhafnarmeðlima sem ekki eru að fara í skipulagðar ferðir. Næst verður farið á Djúpavog 25. – 26. febrúar og skráning er hjá Bryndísi ferða- og menningarmálafulltrúa Djúpavogs á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.. Þátttökugjald er 15 þúsund krónur.