Klerkur að veiðum
Lífið • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 23. júl 2008 12:10 • Uppfært 08. jan 2016 19:18
Gunnlaugur Stefánsson, formaður Veiðifélags Breiðdæla, flugráðs, prestur að Heydölum og fyrrverandi Alþingismaður var nýlega að veiðum í Breiðdal.
Sjónvarpsmaðurinn knái, Þorsteinn J. Vilhjálmsson, var þar á
ferð með sjónvarpstökuvél og festi baráttu Gunnlaugs við lax á filmu.
Stórlaxinum var sleppt aftur í ána en myndbandið má sjá hér.
Í Breiðdalsá veiddust í gær tveir laxar sem vógu yfir tuttugu pund. Báðum var sleppt aftur.