Kannabisræktun á Seyðisfirði

Lögregumenn við embætti lögreglustjórans á Seyðisfirði gerðu í dag húsleit í húsi á Seyðisfirði að fengnum dómsúrskurði. Við húsleit fundust um 60 kannabisplöntur og græðlingar. Að auki var talsvert af laufi í þurrkun. Þá var og efni tilbúið til dreifingar og sölu. Þrír menn voru handteknir vegna málsins, einn á Seyðisfirði og tveir á Vopnafirði. Þá gerðu lögreglumenn á Vopnafirði húsleit vegna málsins á sínu svæði.  Við húsleitina á Seyðisfirði var fenginn til aðstoðar fíkniefnahundur frá Ríkislögreglustjóra ásamt þjálfara.

hassplanta.jpg

 

 

-

(mynd ótengd frétt)

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.