Kannabisræktun á Seyðisfirði

Lögregumenn við embætti lögreglustjórans á Seyðisfirði gerðu í dag húsleit í húsi á Seyðisfirði að fengnum dómsúrskurði. Við húsleit fundust um 60 kannabisplöntur og græðlingar. Að auki var talsvert af laufi í þurrkun. Þá var og efni tilbúið til dreifingar og sölu. Þrír menn voru handteknir vegna málsins, einn á Seyðisfirði og tveir á Vopnafirði. Þá gerðu lögreglumenn á Vopnafirði húsleit vegna málsins á sínu svæði.  Við húsleitina á Seyðisfirði var fenginn til aðstoðar fíkniefnahundur frá Ríkislögreglustjóra ásamt þjálfara.

hassplanta.jpg

 

 

-

(mynd ótengd frétt)

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar