Kaldar strendur og heitir straumar í Sláturhúsinu

Í dag opnaði ný sýning í menningarmiðstöðinni Sláturhúsinu; Kaldar strendur – heitir straumar. Um er að ræða samsýningu tólf íslenskra og norskra listamanna á málverkum, textíl, ljósmyndum og myndbandsverkum. Þau hafa áður verið sýnd á þremur sýningum í Norður-Noregi í tengslum við menningarsamstarf Austurlands og Noregs.

slturhs_vefur.jpg

Nafn sýningarinnar er sagt vísa í fjarlægðina sem landfræðilega skilur listamennina að og samtímis þá strauma sem liggja á milli þeirra og sameina þá í listinni.  Listamennirnir sem sýna eru þau Agnieszka Sosnowska, Svandís Egilsdóttir, Aino Grib, Oili Puolitaival, Ingrid Larssen, Ove Aalo, Íris Lind Sævarsdóttir, Ólöf Björk Bragadóttir, Myriam Borst, Kristín Scheving, Ingunn Reinsnes og Siv Johansen.


Sýning verður opin daglega frá klukkan 14 - 18 og um helgar á sama tíma  Henni lýkur 8. febrúar næstkomandi.

slturhs_2_vefur.jpg

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.