Kaldar strendur - heitir straumar

Kaldar strendur  - heitir straumar er nafn á samsýningu tólf listamanna frá Íslandi og Noregi. Sýningin var sett upp á þremur stöðum í Norður Noregi á síðastliðnu ári og verður opnuð í Sláturhúsinu á Egilsstöðum laugardaginn 17. janúar.

22020under20the20vulcano2080x80.jpg

Hugmyndin að sýningunni kviknaði í  samstarfi listamanna á vegum menningarráðanna á  Austurlandi og í Vesterålen. Í nokkur ár hafa listamenn frá Austurlandi annars vegar og  Vesterålen  hins vegar skipst á að heimsækja hvern annan. Ferðalögin yfir hafið eru kveikjan að sýningunni sem listamennirnir eiga sjálfir frumkvæði að. 

 

Listamennirnir sem sýna eru:  Agnieszka Sosnowska, Svandís Egilsdóttir, Aino Grib, Oili Puolitaival, Ingrid Larssen, Ove Aalo, Íris Lind Sævarsdóttir, Ólöf Björk Bragadóttir, Myriam Borst, Kristín Scheving, Ingunn Reinsnes og Siv Johansen.


Kaldar strendur – heitir straumar vísar í fjarlægðina sem landfræðilega skilur þessa listamenn að og samtímis þá strauma sem liggja á milli þeirra og sameina þá hér í listinni.  Straumar og samstarf listamannanna sem hefur styrkst og þroskast í gegn um listina.
 
Sýning hóf ferðalag sitt í Gallerí Apotheket í Stokmarknes í Norður Noregi  12. september síðastliðinn og síðan var hún sett upp í Gallerí Hildreland í Bø. Í nóvember opnaði sýningin svo í Harstad Kunstforening.
 
Sýningin Heitir straumar - kaldar strendur opnar nú í Sláturhúsinu/Menningarhúsi Egilsstöðum,  laugardaginn 17. janúar klukkan 17:00.
 
Styrktaraðilar sýningarinnar eru; Menningarráð Austurlands og Vesterålen, Menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs, Þjóðhátíðargöf Norðmanna Forsætisráðuneytinu og Sláturhúsið Menningarsetur ehf.
 
Sýningin er mjög fjölbreytt og býður upp á málverk, textílverk, ljósmyndir og myndbandaverk. 

Listamennirnir hvetja skólana á Austurlandi sérstaklega til að heimsækja þessa áhugaverðu sýningu.  

Sýning verður opin daglega frá 14 - 18 og um helgar frá 14 - 18.  Henni lýkur 8. febrúar.
 
Allir velkomnir

korsettkvinne2.jpg

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.