Skip to main content

Jóna Guðlaug blakkona ársins

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 23. des 2008 11:58Uppfært 08. jan 2016 19:19

Jóna Guðlaug Vigfúsdóttir, blakkona úr Þrótti, hefur verið valin blakkona ársins hjá Blaksambandi Íslands. Jóna Guðlaug var fyrirliði Þróttar sem varð Íslands-, deildar- og bikarmeistari seinasta vetur.
 

ImageHún var stigahæst á leiktíðinni, efst í bæði sóknarstigum og stigum úr uppgjöf auk þess semhún var valinn besti leikmaðurinn í 1. deild kvenna. 

Jóna, sem er aðeins 19 ára gömul, hefur leikið 28 landsleiki og spilaði í sumar með liðinu í Evrópukeppninni og Evrópukeppni Smáþjóða. Hún spilaði með U-19 ára landsliði Íslands í haust sem varð í þriðja sæti á Norðurlandamótinu á Akureyri. Hún var þar valinn besti leikmaður mótsins.

Jóna fór í haust til Tromsö Volley í Noregi. Hún er stigahæst í liðinu sem er um miðju norsku úrvalsdeildarinnar.