Jóna Guðlaug blakkona ársins

Jóna Guðlaug Vigfúsdóttir, blakkona úr Þrótti, hefur verið valin blakkona ársins hjá Blaksambandi Íslands. Jóna Guðlaug var fyrirliði Þróttar sem varð Íslands-, deildar- og bikarmeistari seinasta vetur.
 

ImageHún var stigahæst á leiktíðinni, efst í bæði sóknarstigum og stigum úr uppgjöf auk þess semhún var valinn besti leikmaðurinn í 1. deild kvenna. 

Jóna, sem er aðeins 19 ára gömul, hefur leikið 28 landsleiki og spilaði í sumar með liðinu í Evrópukeppninni og Evrópukeppni Smáþjóða. Hún spilaði með U-19 ára landsliði Íslands í haust sem varð í þriðja sæti á Norðurlandamótinu á Akureyri. Hún var þar valinn besti leikmaður mótsins.

Jóna fór í haust til Tromsö Volley í Noregi. Hún er stigahæst í liðinu sem er um miðju norsku úrvalsdeildarinnar.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.