Þjálfarahringekja hjá Fjarðabyggð
Heimir Þorsteinsson verður þriðji maðurinn til að þjálfa karlalið Fjarðabyggðar í sumar eftir að David Hannah hætti í gær.
Heimir Þorsteinsson hefur stýrt liðinu af bekknum í seinustu tveimur leikjum. Hann þjálfaði liðið ásamt Elvar árin 2004 þegar það fór upp úr þriðju deild og festi sig í sessi í annarri deild. Markahrókurinn reynslumikli, Vilberg Marinó Jónasson, verður aðstoðarmaður Heimis.
Höttur tapaði í gær heima 0-1 fyrir Gróttu. Markið kom skömmu fyrir leikslok úr vítaspyrnu.
Kvennalið Hattar tapaði fyrri leik sínum gegn ÍR í undanúrslitum 1. deildar kvenna 0-3 á Vilhjálmsvelli í gær. Markalaust var í hálfleik.
Spyrnir og Dalvík/Reynir gerðu 2-2 jafntefli í lokaleik D riðils þriðju deildar karla. Úrslitakeppni deildarinnar hófst í gær. Huginn gerði 1-1 jafntefli við Skallagrím á Seyðisfirði og Sindri 2-2 jafntefli við KV á KR-vellinum. Seinni leikirnir fara fram á þriðjudag.