Jólafriður við kertaljós á sunnudag

Næstkomandi sunnudag verða haldnir tónleikarnir Jólafriður í Kirkju- og menningarmiðstöð Fjarðabyggðar á Eskifirði.  Það er tónlistarmaðurinn Daníel Arason sem er frumkvöðull að tónleikunum og hefur haft veg og vanda af þeim frá upphafi.  Tónleikarnir hafa verið haldnir árlega í sjö ár og áhersla lögð á þátttöku tónlistarfólks af Austurlandi og vandaðan flutning.  Á tónleikunum koma fram einsöngvarar, kór og hljómsveit, ásamt strengja- og blásarasveit.  Flutt verður jólatónlist úr ýmsum áttum en meginmarkmiðið er að skapa rólega og friðsæla stemningu.  Eingöngu verður kveik á kertaljósum og tilvalið er að koma og njóta fallegrar tónlistar til að slaka á í lok aðventu. 

gnecf9ni.jpg

Tónleikarnir verða sunnudaginn 21. desember kl. 20:00 í Kirkju- og menningarmiðstöð Fjarðabyggðar. Miðaverð er 1.500 kr. Ókeypis er fyrir börn í fylgd með fullorðnum.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.